Opnunartími

Mán - Fös
-
Lau - Sun
-

Veisluþjónusta

Veisluþjónusta

Fáðu Groovís vagninn í heimsókn, keyptu partí bakka með  hundruðum kleinuhringja eða fáðu gott verð í hópinn með ís miðum sem gilda fyrir þeirri vöru sem þú vilt á Groovís! Tilvalið fyrir íþróttalið eða skólahópa.


Við erum einnig með alhliða veisluþjónustu sem getur séð um  veislur af öllu tagi allt upp í 500 manns.

Viltu leigja Groovís vagninn?

Afkasta mikill og tilvalinn á alla viðburði!


Fáðu vagninn í barnaafmæli, fermingu, brúðkaup, gæsun/steggjun, partíið, árshátíðina, útihátíðina, ráðstefnuna, mötuneytið í vinnuni eða bara inn í stofu á góðu föstudagskvöldi!


Með vagninum fylgir sápukúluvél, hátalari og sólhlíf.


Við bjóðum uppá lausn fyrir allan fjárhag

  • Hægt er að leigja stök tæki samkvæmt verðskrá.
  • Ef 2 tæki eða fleiri eru valin fylgir Groovís vagninn með. Hentar minni viðburðum eins og afmælum og jafnvel fermingum þar sem þið getið sjálf séð um vagninn án starfsmanns.
  • Leigðu vagninn og starfsmann á tímagjaldi. Hepplegt fyrir stærri viðburði eins og brúðkaup, árshátíðir eða í mötuneytið í vinnunni.
  • Fáðu okkur á útihátíðina, tjalsvæðið, ráðstefnuna, íþróttamótið eða á tónleikana með posan og skiptimynt og láttu okkur sjá um allt umstang.


Tæki sem við bjóðum uppá

  • Candíflossvél
  • Krap vélar
  • Kúlúísborð (Greiðist sérstaklega fyrir hvern opnaðan ísdall)
  • Ferða "ís í vél" vél (Greiðist sérstaklega fyrir hverja opnaða ísblöndu)
Senda fyrirspurn

Kleinuhringja bakki

Það er tilvalið að fá kleinuhringja bakka í allskonar veislur. Þeir virka vel á fermingarhlaðborð, afmælisveislur, útskrift og erfidrykkjur.


Við erum með mjög afkasta mikla kleinuhringja vél sem fer létt með að steikja 1.200 kleinuhringi á klukkutíma

Afsláttar miðar

Hópar yfir 20 manns eiga kost á því að kaupa afsláttarmiða fyrir vörurnar okkar á Groovís. Þú kaupir þá miða fyrir þá vöru sem þú vilt fá fyrir hópinni og færð afslátt af listaverði, því stærri hópur, því hærri afsláttur.


Við höfum tekið allt uppí 120 manna hópa og afgreitt þá hratt og vel. Vinsælast hefur verið að kaupa afsláttarmiða fyrir miðstærð kandífloss Groovís í formi fyrir krakka og 4 kleinuhringi með ís fyrir fullorðna.


Þetta er mjög heppilegur kostur fyrir íþróttaliðið, gæsun/steggjun, vinnustaðaferð og hverskins hópefli.

Senda fyrirspurn

Verðskrá

Leiguverð

  • Krapvél með 1 áfyllingu (~40 glös)
  • Kandífloss vél (~50 skammtar)
  • Kúluísbar (3x 5l ísbox ~130 kúlur)
  • 13.500 kr.-
  • 13.500 kr.-
  • 19.500 kr.-

Áfyllingar

  • Auka áfylling á krapvélar
  • Auka 50 stk kandífloss
  • Auka 5L kúluís (~45 kúlur)
  • 6.300 kr.-
  • 3.300 kr.-
  • 6.300 kr.-

Aukahlutir

  • Ísbox & skeiðar 25 stk
  • Vöffluform 25 stk
  • Nammi & sósur
  • 1.990 kr.-
  • 1.990 kr.-
  • Tilboð

Veislubakkar

  • 100 stk míní kleinuhringir og meðlæti
  • 12.900 kr.-
  • Ef þú leigir 2 vélar/veislubakka getur þú fengið Groovís vagninn með í kaupbæti, með honum fylgir sápukúluvél, hátalari og sólhlíf.

Sendu okkur fyrirspurn

Veisluþjónusta Fröken Selfoss

Okkur finnst rétt að taka fram að við eigum einnig og rekum veitingastaðinn Fröken Selfoss. Þar höfum við byggt upp öfluga alhliða veisluþjónustu sem hefur sinnt veislum allt frá 5 manna einka samkvæmum upp í 450 manns í stórum veislusal. Við erum öllu vön!

Skoða nánar
Share by: